Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   lau 15. júní 2024 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Milan að kaupa Jiménez frá Real Madrid
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur tekið ákvörðun um að virkja kaupákvæði í lánssamningi Álex Jiménez við félagið.

Milan mun því greiða um 5 milljónir evra til að kaupa Jiménez frá Real Madrid, en hann var á láni hjá Milan á síðustu leiktíð.

Jiménez er 19 ára gamall bakvörður sem kom við sögu í fimm leikjum með aðalliði Milan á síðustu leiktíð og var lykilmaður í akademíuliðinu.

Jimenez á 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og heldur Real Madrid endurkaupsrétti á leikmanninum. Það þýðir að Real getur keypt Jiménez aftur til baka í framtíðinni fyrir fyrirfram ákveðna upphæð sem hefur ekki verið tilgreind.
Athugasemdir
banner