Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Tók saman áhugaverðan lista - „Hvað er að frétta hjá Val??“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er það félag í Bestu deildinni sem skilar fæstum leikmönnum upp úr unglingastarfi sínu. Þetta kemur fram í áhugaverðri samantekt Leifs Grímssonar sem hann birtir á X.

„Félögin skila mismörgum upp í gegnum unglingastarfið. En hvað er að frétta hjá Val?? Af öllum íslenskum leikmönnum í þremur efstu deildum ásamt núverandi atvinnumönnum (alls 655) koma aðeins 6 í gegnum uppeldisstarf Vals en 66 hjá Breiðabliki!" skrifar Leifur við færslu sína.

Valur og Vestri eru einu félögin í deildinni sem ekki eru með leikmann í atvinnumennsku. Breiðablik hefur mikla yfirburði, 21 leikmaður frá félaginu er í atvinnumennsku.

„Þetta hefur verið viðloðandi við unglingastarf Vals í mörg ár. Ég hef þjálfað yngri flokka á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár og ég man hreinlega ekki eftir góðu Valsliði," segir Baldvin Borgarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

Hann segir að það sé þó að birta til í þessum málum hjá Val.

„Þeir eru á betri vegferð núna. Þeir byrjuðu eitthvað starf fyrir nokkrum árum með Eið Ben sem yfirþjálfara og það er verið að setja enn meira púður núna með Halla Heimis sem er orðinn yfirþjálfari. Þetta er samt sem áður sláandi lélegt hjá Völsurum."


Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Athugasemdir
banner
banner
banner