Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 12:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skutu mann sem hótaði lögreglunni með öxi
Mynd: EPA

Það var mikill viðbúnaður í Hamburg í dag fyrir leik Póllands gegn Hollandi á EM þar sem maður með öxi hótaði lögreglumönnum.


Atvikið átti sér stað þar sem stuðningsmenn Hollands voru komnir saman til að syngja og tralla fyrir leikinn.

Lögreglan hefur greint frá því að maðurinn hafi verið skotinn af lögreglunni og sé kominn undir læknishendur.

Það kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni að maðurinn hafi hótað lögreglunni með öxi og eldfimu efni.

Leikur Póllands og Hollands fer fram á Volksparstadion í Hamburg og hefst klukkan 13 en atvikið átti sér stað í miðbænum, um tíu kílómetrum frá vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner