Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   mán 17. júní 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Matjaz Kek: Oblak þurfti bara að verja eitt dauðafæri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slóvenía spilaði við Danmörku í fyrstu umferð Evrópumótsins í gær og urðu lokatölur 1-1 eftir að Danir tóku forystuna í fyrri hálfleik.

Christian Eriksen kom Dönum yfir en Erik Janza jafnaði leikinn á 77. mínútu með föstu skoti utan vítateigs, sem breytti um stefnu af varnarmanni áður en hann fór í netið.

Matjaz Kek, þjálfari Slóveníu, var sáttur með frammistöðu leikmanna og stuðningsmanna að leikslokum.

„Stuðningsmennirnir stóðu þétt við bakið á okkur og það var frábært andrúmsloft. Meira að segja stuðningsmenn andstæðinganna okkar sýndu okkur virðingu. Þetta var fallegur dagur og ég vil þakka öllum áhorfendum sem mættu á völlinn fyrir að skapa góða stemningu," sagði Kek eftir jafnteflið.

„Þetta var leikur tveggja hálfleika og að mínu mati eru lokatölurnar sanngjarnar. Við sýndum þeim of mikla virðingu í fyrri hálfleik en vorum grimmari eftir leikhléð og spilamennskan hjá okkur varð mun betri fyrir vikið. Okkur vantar meiri reynslu í liðið en við erum sáttir með stig í fyrstu umferð. Meirihluti hópsins hefur aldrei spilað áður á stórmóti og ég er viss um að við munum verða mun betri strax á næsta móti þegar við verðum komnir með meiri reynslu.

„Það segir allt sem segja þarf um okkar frammistöðu að Jan Oblak þurfti bara að verja eitt dauðafæri gegn þessum andstæðingum. Við getum verið stoltir."


Englendingar og Serbar eru einnig með í afar erfiðum riðli, en Slóvenar eiga næst leik við Serbíu á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner