Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   lau 15. júní 2024 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético Madrid hafnaði tilboði frá West Ham
Mynd: Atlético Madríd
Fabrizio Romano greinir frá því að spænska stórveldið Atlético Madrid hafi hafnað 35 milljón evru tilboði frá West Ham United í byrjun mánaðar.

Hamrarnir eru að reyna að kaupa Samuel Omorodion sem er aðeins 20 ára gamall.

Omorodion leikur sem framherji og skoraði 9 mörk í 35 leikjum með Alavés í La Liga á nýliðnu tímabili.

Omorodion á 3 mörk í 10 leikjum fyrir U21 og U19 landslið Spánar og hefur þjálfarateymi Atlético miklar mætur á honum.

Óljóst er hvort Hamrarnir munu gera endurbætt tilboð í framherjann efnilega, en Atlético hefur ekki áhuga á að selja. AS Roma og fleiri lið úr ítalska boltanum eru áhugasöm og gæti Omorodion verið lánaður til Ítalíu fyrir næstu leiktíð ef hann fær ekki hlutverk hjá Atlético.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner