Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético Madrid hafnaði tilboði frá West Ham
Mynd: Atlético Madríd
Fabrizio Romano greinir frá því að spænska stórveldið Atlético Madrid hafi hafnað 35 milljón evru tilboði frá West Ham United í byrjun mánaðar.

Hamrarnir eru að reyna að kaupa Samuel Omorodion sem er aðeins 20 ára gamall.

Omorodion leikur sem framherji og skoraði 9 mörk í 35 leikjum með Alavés í La Liga á nýliðnu tímabili.

Omorodion á 3 mörk í 10 leikjum fyrir U21 og U19 landslið Spánar og hefur þjálfarateymi Atlético miklar mætur á honum.

Óljóst er hvort Hamrarnir munu gera endurbætt tilboð í framherjann efnilega, en Atlético hefur ekki áhuga á að selja. AS Roma og fleiri lið úr ítalska boltanum eru áhugasöm og gæti Omorodion verið lánaður til Ítalíu fyrir næstu leiktíð ef hann fær ekki hlutverk hjá Atlético.


Athugasemdir
banner
banner
banner