Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Emma Hawkins með þrennu í átta marka leik
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

FHL 6-2 Grótta
1-0 Emma Hawkins ('20 )
2-0 Sjálfsmark ('24 )
2-1 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('28 )
2-2 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('33 )
3-2 Samantha Smith ('43 )
4-2 Emma Hawkins ('47 )
5-2 Björg Gunnlaugsdóttir ('49 )
6-2 Emma Hawkins


FHL fékk Gróttu í heimsókn í síðasta leik sjöttu umferðar Lengjudeildar kvenna í dag.

Fyrsti hálftíminn var ansi fjörugur en FHL náði tveggja marka forystu áður en Grótta tókst að jafna metin. Samantha Smith náði forystunni aftur fyrir FHL áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Emma Hawkins fór mikinn í liði FHL en hún kom liðinu á blað í fyrri hálfleik og bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

FHL tyllti sér á toppinn með þessum sigri en Grótta er í 8. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner