Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   lau 15. júní 2024 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern í viðræðum við Pavlovic og Stanisic
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Þýska stórveldið FC Bayern er í samningsviðræðum við Aleksandar Pavlovic og Josip Stanisic þessa dagana.

Pavlovic er tvítugur varnartengiliður sem gerði flotta hluti með Bayern á nýliðinni leiktíð.

Hann stóð sig vel þegar Bæjarar þörfnuðust hans og var verðlaunaður fyrir frammistöðuna með landsliðskalli í ógnarsterkt lið Þýskalands fyrir Evrópumótið á heimavelli. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar hann kom inn af bekknum í 5-1 sigri gegn Skotlandi í opnunarleik mótsins.

Pavlovic er samningsbundinn Bayern til 2027 en nýi samningurinn mun gilda til 2029.

Stanisic er 24 ára gamall og gerði flotta hluti á láni hjá Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 38 leiki í öllum keppnum.

Hann á 41 leik að baki fyrir aðallið Bayern og er samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.

Stanisic er fjölhæfur varnarmaður og er staddur með króatíska landsliðshópnum á EM.
Athugasemdir
banner
banner