Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   sun 25. júní 2017 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonathan Hendrickx á förum frá FH
Hendrickx er á leið erlendis.
Hendrickx er á leið erlendis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Jonathan Hendrickx var ekki í hóp hjá Íslandsmeisturum FH þegar liðið vann ÍBV í dag.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var spurður út í það eftir leik og þar staðfesti hann að leikmaðurinn væri á förum frá Fimleikafélaginu.

„Hann er væntanlega að fara til liðs erlendis," sagði Heimir þegar hann var spurður út í málið.

„Við reiknum með því að það verði klárað á næstunni."

Hendrickx, sem er fæddur árið 1993, kom fyrst til FH í júlí 2014 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan þá. Hann spilaði 19 leiki þegar liðið varð Íslandsmeistari síðasta sumar.

Viðtalið við Heimi kemur inn í heild sinni á eftir.
Athugasemdir
banner