Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 25. nóvember 2024 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Rúnar skrifar undir í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að skrifa undir hjá Stjörnunni.

Hann kemur til félagsins eftir eitt ár hjá Vestra. Hann sagði frá því í viðtali fyrir helgi að þegar hann samdi við Vestra þá hafi hann ákveðið að hann yrði einungis eitt ár fyrir vestan en fjölskylda hans hefur verið á höfuðborgarsvæðinu.

Framherjinn semur við Stjörnuna og nú eru því tveir fyrrum markakóngar í leikmannahópi liðsins. Emil Atlason var markakóngur tímabilið 2023 og Andri Rúnar tímabilið 2017. Andri skoraði þá 19 mörk í 22 leikjum.

Andri Rúnar er 34 ára og hefur leikið með BÍ/Bolungarvík, Víkingi, Grindavík, ÍBV, Val og Vestra á Íslandi. Erlendis lék hann með Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg. Hann lék á sínum tíma fimm leiki með A-landsliðinu.

Stjarnan endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar. Andri Rúnar skoraði átta mörk í 18 leikjum í sumar með Vestra sem endaði í 10. sæti. Andri Rúnar var einnig orðaður við KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner