Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Ange: Þýðingarmikill sigur fyrir okkur
Ange Postecoglou
Ange Postecoglou
Mynd: Getty Images
Ástralski stjórinn Ange Postecoglou var hæst ánægður með frammistöðu leikmanna í 4-0 stórsigri Tottenham Hotspur á Manchester City á Etihad-leikvanginum í dag.

Man City hafði tekist að skapa gryfju á Etihad-leikvanginum en liðið hafði ekki tapað þar í tvö ár (ef miðað er við 90 mínútna leiki).

Það var þó raunhæfur möguleiki á að enda það í dag en Man City hafði tapað síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum og tókst Tottenham að nýta sér lágt sjálfstraust Englandsmeistarana með því að skora fjögur mörk.

„Þetta er þýðingarmikill sigur, þegar þú skilur og setur það í samhengi við hverja við vorum að spila. Ég er stoltur af strákunum og fótboltanum sem við spiluðum, og seiglunni og aganum sem við sýndum. Þegar þú spilar við Man City þá reyna þeir á hvert einasta atriði í leik þínum og við meðhöndluðum það mjög vel,“ sagði ANge.

Tottenham tapaði síðasta deildarleik gegn Ipswich en tókst að svara ágætlega fyrir það í dag. Þetta var annar sigur Tottenham á Man City á tímabilinu, en liðið kastaði lærisveinum Pep Guardiola úr leik í enska deildabikarnum í síðasta mánuði.

„Leikurinn var mikilvægur fyrir okkur og bara hvernig strákarnir brugðust við tapinu gegn Ipswich. Það er auðvelt að klofna í sundur þegar þú ert undir pressu, en ég hafði aldrei tilfinningu fyrir að það myndi gerast í þessari viku.“

„Það sem ég hef verið hvað mest fyrir vonbrigðum með í síðustu leikjum er hversu mikið hefur vantað upp á að við verðum það lið sem ég vil að við séum, en við erum klárlega komnir aftur á rétta braut,“
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 18 10 6 2 37 19 +18 36
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 18 9 5 4 23 19 +4 32
5 Newcastle 18 8 5 5 28 21 +7 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Aston Villa 18 8 4 6 26 27 -1 28
9 Fulham 18 6 8 4 24 22 +2 26
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 3 8 39 25 +14 24
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 18 5 6 7 22 30 -8 21
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 4 13 11 36 -25 7
Athugasemdir
banner
banner