Franski varnarmaðurinn Jules Kounde hefur tekið persónulega ábyrgð á að Barcelona hafi gert 2-2 jafntefli við Celta Vigo í La Liga í gær.
Barcelona var á góðri með að vinna þægilegan sigur á Celta Vigo þegar tíu mínútur voru eftir.
Staðan var 2-0 fyrir Barcelona er Marc Casado fékk að líta rauða spjaldið en eftir það skoraði Celta tvö mörk á tveimur mínútum.
Eftir það varð þetta erfitt en Kounde gerði Börsungum enn erfiðara fyrir með því að gefa heimamönnum mark. Hann fékk boltann í vörninni, en tapaði boltanum í eigin teig sem varð að marki.
Hann gat hins vegar lítið gert í jöfnunarmarkinu. Kounde hefur þrátt fyrir það tekið alla ábyrgð.
„Ég tek ábyrgð því án þessara mistaka sem ég gerði hefðum við unnið leikinn. Ég biðst afsökunar á því. Mig skorti einbeitingu og það er eitthvað sem má ekki,“ sagði Kounde.
Athugasemdir