Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 17:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir Arsenal
Ethan Nwaneri
Ethan Nwaneri
Mynd: Getty Images

Arsenal stöðvaði fjögurra leikja hrinu án þess að vinna í úrvalsdeildinni í dag eftir sigur á Nottingham Forest.


Bukayo Saka var tæpur fyrir leikinn en hann var í byrjunarliðinu og hóf leikinn af krafti því hann kom liðinu yfir. Í upphafi seinni hálfleiks lagði hann síðan upp glæsilegt mark frá Thomas Partey.

Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri kom inn á sem varamaður og hann innsiglaði sigur liðsins með sínu fyrsta marki í úrvalsdeildinni en hann hefur skorað fjögur mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Þetta var annað tap Forest í röð eftir frábæra byrjun á tímabilinu.

Það var mikið um að vera þegar Aston Villa fékk Crystal Palace í heimsókn. Palace náði forystunni en Ollie Watkins jafnaði metin. Youri Tielemans fékk tækifæri til að koma Villa yfir en Dean Henderson varði vítaspyrnu frá honum.

Mínútu síðar skoraði Justin Devenny sitt fyrsta mark og kom Palace yfir. Ross Barkley skoraði með skalla og tryggði Aston Villa stig. Everton mistókst að vinna Brentford sem var manni færri allan seinni hálfleikinn. Wolves og Brighton unnu góða sigra.

Bournemouth 1 - 2 Brighton
0-1 Joao Pedro ('4 )
0-2 Kaoru Mitoma ('49 )
1-2 David Brooks ('90 )
Rautt spjald: Carlos Baleba, Brighton ('60)

Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
1-0 Bukayo Saka ('15 )
2-0 Thomas Teye Partey ('52 )
3-0 Ethan Nwaneri ('86 )

Aston Villa 2 - 2 Crystal Palace
0-1 Ismaila Sarr ('4 )
1-1 Ollie Watkins ('36 )
1-1 Youri Tielemans ('44 , Misnotað víti)
1-2 Justin Devenny ('45 )
2-2 Ross Barkley ('77 )

Everton 0 - 0 Brentford
Rautt spjald: Christian Norgaard, Brentford ('41)

Fulham 1 - 3 Wolves
1-0 Alex Iwobi ('20 )
1-1 Matheus Cunha ('31 )
1-2 Joao Gomes ('53 )
1-3 Matheus Cunha ('87 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 18 10 6 2 37 19 +18 36
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 18 9 5 4 23 19 +4 32
5 Newcastle 18 8 5 5 28 21 +7 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Aston Villa 18 8 4 6 26 27 -1 28
9 Fulham 18 6 8 4 24 22 +2 26
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 3 8 39 25 +14 24
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 18 5 6 7 22 30 -8 21
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 4 13 11 36 -25 7
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner