Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 15:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Leicester og Chelsea: Þrjár áttur og ein nía
Mynd: Getty Images

Chelsea vann nokkuð þægilegan sigur á Leicester í fyrsta leik helgarinnar í úrvalsdeildinni í dag.

Enzo Fernandez skoraði og lagði upp í 2-1 sigri og var valinn maður leiksins hjá Sky Sports en hann fékk níu í einkunn. Benoit Badiashile, Moises Caicedo og Nicolas Jackson voru einnig góðir og fengu átta.

Leicester var í miklum vandræðum og þá sérstaklega sóknarlega þar sem liðið komst varla í færi. Jamie Vardy var varla sjáanlegur og fær fimm í einkunn fyrir sína frammistöðu. Victor Kristiansen, Boubakary Soumare og Oliver Skipp fá einnig fimm.


Leicester: Hermansen (7), Justin (6), Faes (6), Okoli (6), Kristiansen (5), Winks (Spilaði ekki nóg), Soumare (5), Ndidi (6), McAteer (6), El Khannouss (6); Vardy (5).

Varamenn: Skipp (5), Ayew (6), Mavididi (6), Daka (Spilaði ekki nóg), De Cordova-Reid (Spilaði ekki nóg).

Chelsea: Sanchez (7), Fofana (7), Badiashile (8), Colwill (7), Cucurella (7), Caicedo (8), Enzo (9), Madueke (6), Palmer (7), Joao Felix (7); Jackson (8).

Varamenn: Lavia, Nkunku og Sancho spiluðu ekki nóg


Athugasemdir
banner
banner
banner