Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 19:26
Brynjar Ingi Erluson
Amorim: Hugsuðu of mikið í leiknum
Ruben Amorim á hliðarlínunni í kvöld
Ruben Amorim á hliðarlínunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Portúgalski stjórinn Ruben Amorim segir að liðið þurfi meiri tíma til að aðlagast hugmyndafræði hans en hann þreytti frumraun sína sem stjóri Manchester United er liðið gerði 1-1 jafntefli við Ipswich Town á Portman Road.

United-liðið gerði margt gott í leiknum en Róm var ekki byggð á einum degi.

Ipswich fékk tækifærin til að skora fleiri en jafntefli niðurstaðan.

Amorim var auðvitað svekktur með að ná ekki í sigur en sá margt sem hægt er að laga.

„Mínir leikmenn hugsuðu of mikið í leiknum. Við fengum aðeins tvo daga til að undirbúa okkur og þurfum fleiri.“

„Þeir gáfu okkur einn á móti einum stöðu í leiknum og við verðum að nýta þessi augnablik. Þetta var erfiður leikur en við töpuðum samt nokkrum boltum án pressu.“

„Þegar þú færð svona byrjun þá þarftu að hafa meiri stjórn á boltanum. Í augnablikinu erum við ekki færir um það en þeir reyndu virkilega að gera það. Viljinn er til staðar.“

„Það eru tvær leiðir. Við reynum að vinna leiki og ekki taka áhættu en þá munum við vera með sömu vandamál á næsta tímabili. Við verðum að ræða nýju hugmyndirnar og reyna að verða betri fyrir næsta stig,“
sagði Amorim.

United er með aðeins 16 stig eftir tólf leiki í deildinni og er nú sex stigum frá Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner