Hilmir Rafn Mikaelsson var á skotskónum í næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag er Kristiansund vann mikilvægan 2-1 sigur á KFUM Oslo og um leið bjargaði sér frá falli.
Kristiansund þurfti á þremur stigum að halda til að tryggja áframhaldandi veru í deildinni.
Hilmir kom liðinu á bragðið á 10. mínútu en þetta var þriðja deildarmark hans á tímabilinu.
Kristiansund er í 10. sæti með 34 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar ein umferð er eftir.
Júlíus Magnússon spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Fredrikstad á Ham/Kam.
Brynjar Ingi Bjarnason var í vörn Ham/Kam og þá kom Viðar Ari Jónsson inn af bekknum í síðari hálfleiknum. Þetta var fyrsti leikur Viðars síðan í september.
Fredrikstad er í 6. sæti með 48 stig en Ham/Kam í 12. sæti með 33 stig.
Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Sandefjord sem vann 3-0 sigur á Lilleström. Sandefjord er í 9. sæti og búið að bjarga sér frá falli.
Logi Tómasson byrjaði inn á hjá Strömsgodset sem tapaði fyrir Tromsö, 2-0. Strömsgodset er í 7. sæti með 35 stig.
Jón Daði og félagar í annað sætið
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Wrexham vann Exeter, 2-0, í ensku C-deildinni. Sigurinn kom Wrexham upp í 2. sæti deildarinnar og er liðið nú fjórum stigum á eftir toppliði Wycombe.
Athugasemdir