Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 11:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville um Casemiro og Rashford: Svona á ekki að hlaða batteríin
Mynd: EPA

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd og Ruben Amorim, nýr stjóri Man Utd, voru ekki hrifnir af því hvernig Marcus Rashford og Casemiro nýttu landsleikjahléið.

Þeir flugu báðir út til Bandaríkjanna en Rashford sást á leik í bandaríska körfuboltanum, NBA, og Casemiro nýtti fríið með fjölskyldunni í Disneylandi og á NBA.


„Mun ég gera þetta öðruvísi? Já. Við getum hins vegar ekki sett sökina á leikmennina. Félagið sagði þeim að þeir ættu fimm daga frí svo þeir geta flogið hvert sem er því enginn hjá félaginu sagði að þeir mættu þetta ekki," sagði Amorim.

Þeir flugu til Portland sem er tólf tíma flug og tímamismunurinn er átta tímar.

„Ég spyr að þessu byggt á fagmennsku, þú ert að spila illa, liðið er að tapa, ert í 13. sæti og það er nýr stjóri að mæta, myndir þú kjósa ferðalag til að hlaða batteríin? Svona á ekki að hlaða batteríin, þetta er ekki rétt," sagði Neville.

Amorim stýrir Man Utd í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsækir Ipswich.


Athugasemdir
banner
banner
banner