Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Bellingham og Mbappe báðir á skotskónum
Mbappe skoraði sjöunda deildarmark sitt
Mbappe skoraði sjöunda deildarmark sitt
Mynd: EPA
Spænska meistaraliðið Real Madrid vann öruggan 3-0 sigur á nýliðum Leganes í La Liga í dag.

Real Madrid hefur verið gagnrýnt fyrir slaka byrjun á tímabilinu en liðið rúllaði nokkuð örugglega yfir Leganes í dag.

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe hefur verið skotspónn fyrir netverja vegna frammistöðu kappans á tímabilinu, en hann hefur gripinn rangstæður trekk í trekk í leikjum.

Hann kom boltanum í netið snemma leiks en markið einmitt tekið af vegna rangstöðu.

Undir lok hálfleiksins skoraði hann löglegt mark eftir undirbúning Vinicius Junuor. Sjöunda deildarmark hans á tímabilinu.

Federico Valverde og Jude Bellingham skoruðu báðir í þeim síðari en eftir markaþurrð í byrjun leiktíðar er Bellingham nú búinn að skora í tveimur deildarleikjum í röð.

Real Madrid er í öðru sæti með 30 stig, fjórum á eftir Barcelona.

Úrslit úr leikjum dagsins:

Osasuna 2 - 2 Villarreal
1-0 Ante Budimir ('8 )
2-0 Ante Budimir ('20 , víti)
2-1 Alex Baena ('67 )
2-2 Gerard Moreno ('90 , víti)

Leganes 0 - 3 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('43 )
0-2 Federico Valverde ('66 )
0-3 Jude Bellingham ('85 )

Sevilla 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Djibril Sow ('27 )
Rautt spjald: Unai Lopez, Rayo Vallecano ('45)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 18 12 5 1 33 12 +21 41
2 Real Madrid 18 12 4 2 41 18 +23 40
3 Barcelona 19 12 2 5 51 22 +29 38
4 Athletic 19 10 6 3 29 17 +12 36
5 Villarreal 18 8 6 4 34 30 +4 30
6 Mallorca 19 9 3 7 19 21 -2 30
7 Betis 18 6 7 5 21 22 -1 25
8 Osasuna 18 6 7 5 23 27 -4 25
9 Real Sociedad 18 7 4 7 16 13 +3 25
10 Girona 18 7 4 7 26 25 +1 25
11 Celta 18 7 3 8 27 28 -1 24
12 Vallecano 18 5 7 6 20 21 -1 22
13 Las Palmas 18 6 4 8 23 27 -4 22
14 Sevilla 18 6 4 8 20 27 -7 22
15 Leganes 18 4 6 8 17 28 -11 18
16 Alaves 18 4 5 9 21 30 -9 17
17 Getafe 18 3 7 8 11 15 -4 16
18 Espanyol 18 4 3 11 16 30 -14 15
19 Valencia 17 2 6 9 16 26 -10 12
20 Valladolid 18 3 3 12 12 37 -25 12
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner