Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Vilja halda Lewandowski til 2027
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona ætlar að virkja ákvæði í samningi pólska framherjans Robert Lewandowski en samningur hans myndi þá framlengjast til 2026.

Sport segir frá því að stjórn Barcelona sé þegar að undirbúa að virkja ákvæðið og það muni þá hætta við að fá annan framherja næsta sumar.

Aldurinn er ekki að stoppa þennan 36 ára gamla framherja sem hefur gert 20 mörk í 18 leikjum á tímabilinu.

Samningur hans við Barcelona rennur út eftir tímabilið og er það svo gott sem klárt að hann taki annað tímabil með liðinu. Sport heldur því jafnvel fram að Barcelona hafi áhuga að framlengja samning hans til 2027.

Spænskir miðlar hafa skrifað um áhuga Barcelona á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeres og Erling Braut Haaland, en ólíklegt er að þeir komi til félagsins miðað við fjárhagsstöðuna.

Sport segir líklegast henta Barcelona best að halda Lewandowski, laga fjárhagsstöðuna og sækja síðan öflugan framherja eftir tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner