Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Salah tryggði Liverpool nauman sigur - Átta stiga forysta á toppnum
Mynd: Getty Images

Southampton 2 - 3 Liverpool
0-1 Dominik Szoboszlai ('30 )
1-1 Adam Armstrong ('42 )
1-1 Adam Armstrong ('42 , Misnotað víti)
2-1 Mateus Fernandes ('56 )
2-2 Mohamed Salah ('65 )
2-3 Mohamed Salah ('83 , víti)

Topplið Liverpool vann botnlið Southampton í fjörugum leik á St. Mary's heimavelli Southampton í dag.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mistökum beggja liða en eftir hálftíma leik kom Dominik Szoboszlai Liverpool yfir eftir mikinn vandræðagang í öftustu línu Southampton.

Southampton jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið fékk ansi umdeilda vítaspyrnu. Caomhin Kelleher varði spyrnuna frá Adam Armstrong en framherjinn náði að fylgja eftir og skora.


Mateus Fernandes kom Southampton síðan yfir en Mohamed Salah svaraði því með tveimur mörkum, það seinna úr vítaspyrnu. Það tryggði Liverpool sigurinn.

Liverpool er með átta stiga forystu á Man City á toppi deildarinnar eftir að City steinlá gegn Tottenham í gær. Southampton er á botninum, fimm stigum frá öruggu sæti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 18 10 6 2 37 19 +18 36
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 18 9 5 4 23 19 +4 32
5 Newcastle 18 8 5 5 28 21 +7 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Aston Villa 18 8 4 6 26 27 -1 28
9 Fulham 18 6 8 4 24 22 +2 26
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 3 8 39 25 +14 24
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 18 5 6 7 22 30 -8 21
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 4 13 11 36 -25 7
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner