Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 23. nóvember 2024 14:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Enzo Fernandez frábær í sigri Chelsea
Mynd: EPA

Leicester City 0 - 2 Chelsea
0-1 Nicolas Jackson ('15 )
0-2 Enzo Fernandez ('75 )
1-2 Jordan Ayew ('90 , víti)


Chelsea lagði Leicester nokkuð örugglega á King Power vellinum, heimavelli Leicester í dag.

Nicolas Jackson kom Chelsea yfir eftir sendingu frá Enzo Fernandez eftir stundafjórðung. Rúmum stundafjórðungi síðar kom Noni Madueke boltanum í netið en Marc Cucurella var dæmdur rangstæður í aðdragandanum og markið því dæmt af.

Madueke var aftur í eldlínunni snemma í seinni hálfleik en hann kom í veg fyrir að Cole Palmer skoraði á opið markið þegar hann stóð fyrir skoti Palmer.

Enzo Fernandez tryggði Chelsea sigurinn þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en hann hefur nú komið að fimm mörkum í síðustu þremur leikjum Chelsea.

Leicester varla til sólar í dag en það reyndi lítið á Robert Sanchez í marki Chelsea þangað til í uppbótatíma þegar Leicester fékk vítaspyrnu. Jordan Ayew steig á punktinn og skoraði en það var fyrsta skot Leicester á markið í leiknum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 12 6 4 2 23 14 +9 22
4 Brighton 12 6 4 2 20 15 +5 22
5 Arsenal 12 5 5 2 18 12 +6 20
6 Nott. Forest 12 5 5 2 15 10 +5 20
7 Fulham 12 5 4 3 16 13 +3 19
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 12 5 3 4 17 18 -1 18
10 Brentford 12 5 2 5 22 22 0 17
11 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
12 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
13 Bournemouth 12 4 3 5 15 16 -1 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Everton 12 2 5 5 10 17 -7 11
16 Crystal Palace 12 2 4 6 9 15 -6 10
17 Leicester 12 2 4 6 15 23 -8 10
18 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
19 Wolves 12 1 4 7 16 27 -11 7
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner