Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Ótrúleg dramatík í Wales - Leeds á toppinn
Wilfried Gnonto kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið
Wilfried Gnonto kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Swansea 3 - 4 Leeds
1-0 Harry Darling ('8 )
1-1 Manor Solomon ('20 )
2-1 Liam Cullen ('45 )
2-2 Ben Cabango ('55 , sjálfsmark)
2-3 Manor Solomon ('73 )
3-3 Florian Bianchini ('90 )
3-4 Wilfried Gnonto ('90 )

Leeds United vann dramatískan 4-3 sigur á Swansea á í ensku B-deildinni í dag en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Swansea fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Harry Darling skoraði fyrir heimamenn á 8. mínútu en Manor Solomon svaraði tólf mínútum síðar.

Liam Cullen tókst að koma Swansea yfir undir lok hálfleiksins, en Leedsarar mættu sterkari inn þann síðari.

Ben Cabango stýrði boltanum í eigið net á 55. mínútu áður en Solomon gerði annað mark sitt og kom Leeds yfir þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir.

Florian Bianchini jafnaði undir lok venjulegs leiktíma og taldi sig hafa bjargað stigi fyrir Swansea en varamaðurinn Wilfried Gnonto hélt ekki og tókst að skjóta Leeds á toppinn með marki á fyrstu mínútu í uppbótartíma.

Leeds er með 32 stig í efsta sæti deildarinnar eftir sextán leiki en Swansea í 14. sæti með 19 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 23 15 6 2 32 11 +21 49
2 Leeds 22 13 6 3 41 15 +26 45
3 Burnley 23 12 9 2 28 9 +19 45
4 Sunderland 23 12 8 3 34 18 +16 44
5 Middlesbrough 23 11 5 7 39 28 +11 38
6 Blackburn 22 11 5 6 25 18 +7 38
7 West Brom 22 8 11 3 26 16 +10 35
8 Watford 22 10 5 7 30 28 +2 35
9 Sheff Wed 23 9 5 9 28 31 -3 32
10 Norwich 23 7 8 8 38 34 +4 29
11 Millwall 22 7 7 8 21 19 +2 28
12 Swansea 23 7 7 9 24 24 0 28
13 Bristol City 23 6 10 7 26 28 -2 28
14 Coventry 23 7 6 10 29 34 -5 27
15 QPR 23 5 11 7 23 28 -5 26
16 Luton 23 7 5 11 25 38 -13 26
17 Derby County 22 6 6 10 27 28 -1 24
18 Preston NE 23 4 12 7 22 29 -7 24
19 Stoke City 22 5 7 10 23 30 -7 22
20 Portsmouth 21 4 9 8 25 35 -10 21
21 Hull City 23 4 8 11 21 31 -10 20
22 Cardiff City 22 4 7 11 19 34 -15 19
23 Oxford United 22 4 7 11 21 37 -16 19
24 Plymouth 22 4 6 12 22 46 -24 18
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner