Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 17:25
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Tékkarnir heitir - Fjögur mörk og tvö rauð spjöld í Dortmund
Patrik Schick skoraði þrennu
Patrik Schick skoraði þrennu
Mynd: EPA
Adam Hlozek skoraði tvö er Hoffenheim vann Leipzig
Adam Hlozek skoraði tvö er Hoffenheim vann Leipzig
Mynd: Getty Images
Tékknesku sóknarmennirnir Patrik Schick og Adam Hlozek voru heitir í 11. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Schick gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen unnu 5-0 sigur á Heidenheim.

Heidenheim komst óvænt í 2-0 forystu á tuttugu mínútum en Leverkusen tókst að jafna fyrir hálfleik. Exequiel Palacios og Schick gerðu mörkin.

Schick kom Leverkusen yfir á 52. mínútu og fullkomnaði síðan þrennu sína tuttugu mínútum fyrir leikslok. Granit Xhaka rak síðasta naglann í kistu Heidenheim þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Leverkusen er í 4. sæti, níu stigum frá toppliði Bayern.

Liðsfélagi Schick í tékkneska landsliðinu, Adam Hlozek, gerði sínu gamla félagi Leverkusen greiða með því að skora tvö mörk í mögnuðum 4-3 sigri Hoffenheim á RB Leipzig.

Borussia Dortmund vann 4-0 sigur á Freiburg. Max Beier og Felix Nmecha komu heimamönnum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Patrick Osterhage, leikmaður Freiburg, sá rautt á 63. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Julian Brandt þriðja markið. Jamie Gittens gerði út um leikinn á 77. mínútu leiksins.

Sóknarmaðurinn Junior Adamu sá rautt í liði Freiburg undir lok leiks og kláruðu því gestirnir leikinn með níu leikmenn á vellinum.

Bandaríski-íslenski leikmaðurinn Cole Campbell sat allan tímann á varamannabekknum hjá Dortmund í dag.

Dortmund er í 5. sæti með 19 stig.

Bayer 5 - 2 Heidenheim
0-1 Niklas Dorsch ('10 )
0-2 Mathias Honsak ('21 )
1-2 Exequiel Palacios ('30 )
2-2 Patrik Schick ('32 )
3-2 Patrik Schick ('52 )
4-2 Patrik Schick ('71 )
5-2 Granit Xhaka ('82 )

Stuttgart 2 - 0 Bochum
1-0 Chris Fuhrich ('53 )
2-0 Justin Diehl ('78 )

Borussia D. 4 - 0 Freiburg
1-0 Maximilian Beier ('7 )
2-0 Felix Nmecha ('40 )
3-0 Julian Brandt ('66 )
4-0 Jamie Gittens ('77 )
Rautt spjald: ,Patrick Osterhage, Freiburg ('63)Junior Adamu, Freiburg ('90)

Hoffenheim 4 - 3 RB Leipzig
0-1 Willi Orban ('15 )
1-1 Adam Hlozek ('17 )
1-2 Antonio Nusa ('19 )
2-2 Tom Bischof ('50 )
2-3 Stanley Nsoki ('67 , sjálfsmark)
3-3 Adam Hlozek ('82 )
4-3 Jacob Bruun Larsen ('87 )

Wolfsburg 1 - 0 Union Berlin
1-0 Ridle Baku ('71 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 11 3 1 47 13 +34 36
2 Leverkusen 15 9 5 1 37 21 +16 32
3 Eintracht Frankfurt 15 8 3 4 35 23 +12 27
4 RB Leipzig 15 8 3 4 24 20 +4 27
5 Mainz 15 7 4 4 28 20 +8 25
6 Dortmund 15 7 4 4 28 22 +6 25
7 Werder 15 7 4 4 26 25 +1 25
8 Gladbach 15 7 3 5 25 20 +5 24
9 Freiburg 15 7 3 5 21 24 -3 24
10 Stuttgart 15 6 5 4 29 25 +4 23
11 Wolfsburg 15 6 3 6 32 28 +4 21
12 Union Berlin 15 4 5 6 14 19 -5 17
13 Augsburg 15 4 4 7 17 32 -15 16
14 St. Pauli 15 4 2 9 12 19 -7 14
15 Hoffenheim 15 3 5 7 20 28 -8 14
16 Heidenheim 15 3 1 11 18 33 -15 10
17 Holstein Kiel 15 2 2 11 19 38 -19 8
18 Bochum 15 1 3 11 13 35 -22 6
Athugasemdir
banner
banner
banner