Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 13:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vigdís Edda áfram hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Vigdís Edda Friðriksdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við FH en samningurinn hennar rann út eftir tímabilið.


Vigdís Edda er 25 ára gömul og er uppalin hjá Tindastól. Hún spilaði með Breiðabliki árin 2020 og 2021 en gekk svo til liðs við Þór/KA þar sem hún spilaði fyrri hluta sumarsins áður en hún rifti samningi sínum við félagið.

Hún gekk þá til liðs við FH og fór með liðinu upp í Bestu deildina. Hún spilaði 16 leiki í Bestu deildinni í fyrra en kom við sögu í sex leikjum í sumar.

Hún hefur leikið 185 KSÍ leiki og skorað í þeim 37 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner