Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hutchinson: Draumur að rætast
Omari Hutchinson skoraði fyrsta deildarmark sitt í gær
Omari Hutchinson skoraði fyrsta deildarmark sitt í gær
Mynd: Getty Images
Glæsimark Omari Hutchinson gegn Manchester United var hans fyrsta í ensku úrvalsdeildinni en hann sá til þess að ná í gott stig fyrir nýliða Ipswich Town.

Hutchinson skoraði nokkur fallegt mörk í ensku B-deildinni á síðasta tímabili og átti stóran þátt í að koma liðinu aftur í deild þeirra bestu.

Hann var besti maður liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn United í gær og skoraði markið sem færði þeim stig.

„Mér fannst karakterinn í liðinu góður og við fengum fullt af færum. Markvörðurinn þeirra varði fullt af skotum, þannig mér fannst við alveg geta unnið þennan leik 2-1 eða 3-1. Ég er samt sáttur við stigið.“

„Það var svolítið svekkjandi að fá sig mark svona snemma og mjög kjánalegt mark til að fá á sig, en við sýndum mikla seiglu.“


Jöfnunarmarkið var gullfallegt en hann skaut boltanum fyrir utan teig og efst upp í vinstra hornið, algerlega óverjandi fyrir Andre Onana í markinu.

„Ég er ótrúlega ánægður. Þetta var draumur að rætast og hef ég lagt mikla vinnu í að skapa þetta augnablik,“ sagði markaskorarinn í viðtali eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner