Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 16:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsti leikur Hákonar í tæpa þrjá mánuði
Mynd: Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson er kominn aftur út á fótboltavöllinn eftir tæpa þrjá mánuði á meiðslalistanum.


Hákon var í stóru hlutverki í fyrstu leikjunum á tímabilinu hjá Lille og lagði upp mark en hann meiddist þann 1. september í 3. umferð gegn PSG og hefur verið fjarverandi síðan þá.

Hann kom inn á sem varamaður þegar Lille lagði Rennes af velli 1-0 í frönsku deildinni og spilaði síðustu tíu mínúturnar. Lille er með 22 stig eftir 12 umferðir í 4. sæti frönsku deildarinnar.

Adam Ingi Benediktsson var í markinu þegar Östersund tryggði sér áframhaldandi veru í B-deildinni í Svíþjóð en liðið vann Lunds 3-2, samanlagt 5-2.

Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliði Willem II og Elías Már Ómarsson í byrjunarliði NAC Breda þegar liðin mættust í næst efstu deild í Hollandi. Þeir spiluðu báðir rúman klukkutíma en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Liðin eru bæði með 16 stig eftir 13 umferðir í 10. og 11. sæti.

Daníel Freyr Kristjánsson spilaði allan leikinn þegar Frederica vann 1-0 gegn Kolding í næst efstu deild í Danmörku en Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Kolding. Frederica er í 2. sæti með 34 stig eftir 17 umferðir en Kolding er í 6. sæti með 24 stig.


Athugasemdir
banner