Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 14:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefan Ljubicic aftur í Keflavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefan Ljubicic er mættur aftur til Íslands og semur við sitt uppeldisfélag, Keflavík út árið 2026.


Stefan gekk til liðs við Skövde í sænsku B deildinni frá Keflavík fyrr á þessu ári en hann lék 26 leiki fyrir liðið án þess að skora. Liðið féll úr B deildinni á síðasta tímabili.

Hann lék sinn fyrsta leik með Keflavík árið 2015 en hann hefur einnig spilað með Grindavík, HK og KR hér á landi.

„Ég er virkilega spenntur og ánægður með að koma heim. Ége vildi koma heim í keflavík og koma mínu uppeldisfélagi upp í deild þeirra bestu, þar sem við eigum heima," sagði Stefan við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner