Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Sjöundi sigur Fiorentina í röð
Moise Kean heldur áfram að raða inn mörkum
Moise Kean heldur áfram að raða inn mörkum
Mynd: Getty Images
Fiorentina vann sjöunda leik sinn í röð í Seríu A á Ítalíu dag er liðið lagði nýliða Como að velli, 2-0, í Como.

Flórensarliðið er að skína undir stjórn Raffaele Palladino en þetta er aðeins í annað sinn í sögu félagsins sem það nær í sjö sigra í röð en síðast gerðist það árið 1960 er liðið komst á skrið og vann átta leiki.

Yacine Adli skoraði fyrir Fiorentina á 19. mínútu áður en hinn sjóðandi heiti Moise Kean gerði annað markið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

David De Gea samdi við Fiorentina í sumar og hefur verið einn af bestu mönnum liðsins, en hann átti þrefalda markvörslu í leiknum þegar hálftími var eftir.

Undir lokin fékk Alberto Dossena, leikmaður Como, að líta rauða spjaldið.

Fiorentina er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en Como í 17. sæti með 10 stig.

Como 0 - 2 Fiorentina
0-1 Yacine Adli ('19 )
0-2 Moise Kean ('68 )
Rautt spjald: Alberto Dossena, Como ('90)

Torino 1 - 1 Monza
1-0 Adam Masina ('59 )
1-1 Milan Djuric ('63 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 13 9 2 2 20 9 +11 29
2 Atalanta 13 9 1 3 34 16 +18 28
3 Inter 13 8 4 1 31 14 +17 28
4 Fiorentina 13 8 4 1 27 10 +17 28
5 Juventus 13 6 7 0 21 7 +14 25
6 Lazio 12 8 1 3 25 14 +11 25
7 Milan 12 5 4 3 20 14 +6 19
8 Bologna 11 4 6 1 15 13 +2 18
9 Udinese 12 5 1 6 15 18 -3 16
10 Empoli 12 3 6 3 9 10 -1 15
11 Torino 13 4 3 6 16 19 -3 15
12 Roma 13 3 4 6 14 18 -4 13
13 Parma 13 2 6 5 17 21 -4 12
14 Verona 13 4 0 9 17 32 -15 12
15 Cagliari 13 2 5 6 14 24 -10 11
16 Genoa 13 2 5 6 11 24 -13 11
17 Como 13 2 4 7 13 25 -12 10
18 Monza 13 1 6 6 11 16 -5 9
19 Lecce 12 2 3 7 5 21 -16 9
20 Venezia 12 2 2 8 11 21 -10 8
Athugasemdir
banner
banner
banner