Diljá Ýr Zomers skoraði fjórða deildarmark sitt er Leuven vann 2-1 sigur á Waregem í belgísku úrvalsdeildinni í dag.
Landsliðskonan byrjaði á bekknum í síðustu tveimur leikjum og komst ekki á blað en hún var í byrjunarliðinu í dag og þakkaði kærlega fyrir sig með marki.
Leuven lenti marki undir á 1. mínútu en Leuven jafnaði í næstu sókn.
Á 30. mínútu gerði Diljá sigurmarkið með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Þetta var fjórða deildarmark hennar á tímabilinu.
Leuven er á toppnum með 28 stig, tveimur stigum á undan Anderlecht sem er í öðru.
Lára Kristín Pedersen var í byrjunarliði Club Brugge sem gerði 2-2 jafntefli við Genk.
Liðið er í 6. sæti með 13 stig eftir ellefu umferðir.
Hildur Antonsdóttir byrjaði þá hjá Madrid sem tapaði fyrir Athletic Bilbao, 1-0, í Liga F á Spáni. Madrid er í 10. sæti með 13 stig eftir ellefu leiki.
Athugasemdir