Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dalot um Amorim: Miðlar hugmyndum á mjög skýran hátt
Diogo Dalot
Diogo Dalot
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot var nokkuð ánægður með framlag leikmanna í 1-1 jafntefli Manchester United gegn nýliðum Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann ræddi einnig áhrif Ruben Amorim.

Amorim taldi sig hafa fengið draumabyrjun er Marcus Rashford skoraði á 2. mínútu en Ipswich vann sig inn í leikinn og jafnaði með frábæru marki Omari Hutchinson seint í hálfleiknum.

Ipswich gat vel unnið leikinn ef ekki hefði verið fyrir Andre Onana í marki United.

Dalot telur að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða.

„Ég held að jafntefli hafi líklega verið sanngjörn úrslit því við hefðum getað gert betur. Við hefðum getað haft meiri stjórn á leiknum, sérstaklega eftir að hafa fengið á okkur mark. Við fengum pláss en fundum ekki réttu augnablikin til að nýta þau. Við erum nær því að vinna leiki ef við höfum meiri stjórn á boltanum.“

Amorim var að stýra fyrsta leik sínum með United en Dalot segir að hugmyndir hans séu skýrar.

„Við þurfum að vera klárir. Við verðum að meðtaka upplýsingar hratt, svona miðað við staðal félagsins. Við höfum aðeins verið saman með landsliðsmönnunum í tvo eða þrjá daga, þannig maður verður að hrósa öllum fyrir framlagið.“

„Hann hefur þegar haft áhrif á okkur og það er mjög skýrt hvernig hann miðlar hugmyndum sínum. Við þurfum bara að fara eftir því,“
sagði Dalot.
Athugasemdir
banner
banner