Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 13:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amanda lagði upp í sigri - Jafnt hjá Alexöndru
Mynd: Twente

Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente þegar liðið vann Feyenoord í hollensku deildinni í dag.


Staðan var 2-2 í hálfleik en Amanda lagði upp markið sem kom Twente í 2-1. Twente skoraði svo sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.

Twente er með 14 stig í 4. sæti, jafn mörg stig og Feyenoord en liðið er fimm stigum á eftir toppliði Ajax.

Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði á bekknum þegar Fiorentina gerði 2-2 jafntefli gegn AC Milan í ítölsku deildinni. Hún spilaði síðasta stundafjórðunginn.

Fiorentina er með 23 stig í 3. sæti eftir 11 umferðir, þremur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner