Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Halli Hróðmars og Marko áfram með Grindavík
Haraldur Árni verður áfram með Grindvíkinga
Haraldur Árni verður áfram með Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Árni Hróðmarsson og Marko Valdimar Jankovic stýra áfram karlaliði Grindavíkur á næsta tímabili. Knattspyrnudeild Grindavíkur greinir frá þessu í dag.

Haraldur Árni tók við Grindavík síðasta sumar en undir hans stjórn hafnaði liðið í 9. sæti Lengjudeildarinnar.

Fyrr í haust skrifaði Haraldur undir nýjan samning og mun hann því stýra liðinu næsta sumar.

Marko Valdimar verður áfram Haraldi til aðstoðar en þeir tveir mynduðu sterkt þjálfarateymi í sumar. Marko stýrði einnig 2. flokki karla á síðustu leiktíð og gerði vel þar.

„Það er mjög ánægjulegt að Haraldur og Marko muni áfram stýra okkar karlaliði á næstu leiktíð. Þeir eru báðir mjög efnilegir þjálfarar og með mikla ástríðu fyrir verkefninu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hjá félaginu þá lítum við björtum augum til framtíðar og stefnum ótrauð að því að koma félaginu aftur heim til Grindavíkur þegar aðstæður leyfa,“ sagði Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur um þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner
banner