Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Sveindís skoraði tvö í bikarnum - Cecilía hélt hreinu þriðja deildarleikinn í röð
Sveindís Jane átti frábæra innkomu af bekknum
Sveindís Jane átti frábæra innkomu af bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonurnar voru að gera það gott í Evrópuboltanum í dag en Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö er Wolfsburg komst áfram í bikarnum og þá hélt Cecilía Rán Rúnarsdóttir hreinu í sigri Inter.

Sveindís Jane kom inn af tréverkinu á 73. mínútu og nýtti síðustu tuttugu mínúturnar vel.

Staðan var 1-0 fyrir Mainz en Wolfsburg jafnaði áður en Sveindís kom liðinu í forystu.

Fenna Kalma gerði þriðja markið áður en Sveindís gerði út um leikinn með öðru marki sínu seint í uppbótartíma. Lokatölur 4-1 fyrir Wolfsburg gegn Mainz.

Með sigrinum er Wolfsburg komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt þá hreinu þriðja deildarleikinn í röð er Inter lagði Napoli að velli, 1-0, í Seríu A á Ítalíu.

Inter hefur verið að spila frábærlega í byrjun leiktíðar og er nú með 24 stig í öðru sæti deildarinnar.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði allan leikinn er Nordsjælland tapaði fyrir AGF, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni og þá byrjuðu landsliðskonurnar Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í 2-0 sigri Bröndby á Kolding.

Nordsjælland er í öðru sæti með 30 stig en Bröndby í 3. sæti með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner