Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Keane við stuðningsmann Ipswich: Ég bíð eftir þér á bílastæðinu
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Írski sparkspekingurinn Roy Keane bauð stuðningsmanni Ipswich Town að hitta sig á bílastæði fyrir utan Portman Road eftir að þeir tveir rifust eftir leik Ipswich gegn Manchester United í gær.

Keane var í settinu hjá Sky á leiknum og var að ræða málin er stuðningsmaðurinn truflaði hann og kollega hans.

Fyrrum fótboltamaðurinn gekk upp að stuðningsmanninum til að ræða málin og bauð honum að hitta sig fyrir utan völlinn.

„Ég bíð eftir þér á bílastæðinu og þar getum við rætt málin,“ sagði Keane við stuðningsmanninn.

Ekki er ljóst hvort það hafi orðið að þessum fundi hjá þeim félögunum en Keane er orðinn nokkuð vanur þessu.

Stuðningsmaður Arsenal skallaði Keane í september á síðasta ári er Írinn var að vinna sem spekingur á leiknum. Stuðningsmaðurinn var dæmdur í þriggja ára bann frá fótboltaleikvöngum Englands og þarf að sinna 80 klukkustunda samfélagsþjónustu.


Athugasemdir
banner
banner