Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 12:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Southampton og Liverpool: Trent og Alisson ekki með en Van Dijk klár
Mynd: Getty Images

Botnlið Southampton fær topplið Liverpool í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bæði lið eru án lykilmanna.

Fimm breytingar eru á liði Southampton en markvörðurinn Aaron Ramsdale og varnarmaðurinn Jan Bednarek eru meiddir. Alex McCarthy er í markinu. Ryan Fraser, Flynn Downes, Tyler Dibling og Paul Onuachu koma einnig inn í liðið en Ryan Manning, Joe Aribo og Cameron Archer setjast á bekkinn.

Það eru þrjár breytingar á liði Liverpool. Conor Bradley kemur inn fyrir Trent Alexander-Arnold sem er meiddur, Dominik Szoboszlai og Cody Gakpo koma inn fyrir Alexis Mac Allister og Luis Diaz sem eru nýkomnir aftur eftir landsliðsverkefni í Suður Ameríku.

Alisson er að jafna sig af meiðslum en hann er ekki í hópnum í dag.


Southampton: McCarthy, Walker-Peters, Harwood-Bellis, Stephens, Fraser, Downes, Lallana, Fernandes, Dibling, Armstrong, Onuachu.
Varamenn: Lumley, Sugawara, Bree, Manning, Ugochukwu, Aribo, Kamaldeen, Brereton Diaz, Archer.

Liverpool: Kelleher, Bradley, Konate, Van Dijk, Robertson, Gravenberch, Jones, Salah, Szoboszlai, Gakpo, Nunez.
Varamenn: Jaros, Davies, Gomez, Enzo, Diaz, Mac Allister, Elliott, Quansah, Morton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner