Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Komið að ellefu mörkum í jafnmörgum leikjum - Tveir sigrar í röð hjá Mainz
Tim Kleindienst hefur komið að ellefu mörkum með Gladbach á þessu tímabili
Tim Kleindienst hefur komið að ellefu mörkum með Gladbach á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Borussia Mönchengladbach og Mainz unnu bæði í 11. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Gladbach lagði nýliða St. Pauli að velli, 2-0, í Mönchengladbach. Franski sóknarmaðurinn Alassane Plea skoraði á 13. mínútu og þá bætti Tim Kleindienst við öðru undir lok hálfleiksins.

Kleindienst er er kominn með 7 mörk og 4 stoðsendingar með Gladbach á tímabilinu en liðið er í 6. sæti með 17 stig eftir úrslit dagsins.

Mainz var ekki í neinum vandræðum með nýliða Holsten Kiel en lokatölur þar urðu 3-0 gestunum í vil. Nadiem Amiri, Jonathan Burkardt og Lee Jae Sung skoruðu mörkin.

Liðið var að vinna annan leikinn í röð og er nú í 8. sæti með 16 stig.

St. Pauli og Holsten Kiel eru bæði í fallbaráttu en St. Pauli er með 8 stig í 16. sæti á meðan Holsten er í sætinu fyrir neðan með 5 stig.

Borussia M. 2 - 0 St. Pauli
1-0 Alassane Plea ('13 )
2-0 Tim Kleindienst ('44 )

Holstein Kiel 0 - 3 Mainz
0-1 Nadiem Amiri ('11 )
0-2 Jonathan Michael Burkardt ('37 , víti)
0-3 Lee Jae Sung ('53 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 11 3 1 47 13 +34 36
2 Leverkusen 15 9 5 1 37 21 +16 32
3 Eintracht Frankfurt 15 8 3 4 35 23 +12 27
4 RB Leipzig 15 8 3 4 24 20 +4 27
5 Mainz 15 7 4 4 28 20 +8 25
6 Dortmund 15 7 4 4 28 22 +6 25
7 Werder 15 7 4 4 26 25 +1 25
8 Gladbach 15 7 3 5 25 20 +5 24
9 Freiburg 15 7 3 5 21 24 -3 24
10 Stuttgart 15 6 5 4 29 25 +4 23
11 Wolfsburg 15 6 3 6 32 28 +4 21
12 Union Berlin 15 4 5 6 14 19 -5 17
13 Augsburg 15 4 4 7 17 32 -15 16
14 St. Pauli 15 4 2 9 12 19 -7 14
15 Hoffenheim 15 3 5 7 20 28 -8 14
16 Heidenheim 15 3 1 11 18 33 -15 10
17 Holstein Kiel 15 2 2 11 19 38 -19 8
18 Bochum 15 1 3 11 13 35 -22 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner