Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að ræða við Goretzka
Mynd: Getty Images
Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern München, segir að hann ætli að ræða við þýska miðjumanninn Leon Goretzka um framtíðina, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur stórlið síðustu daga.

Goretzka er 29 ára gamall og á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Bayern.

Hann er kominn í aukahlutverk í liðinu og er farinn að íhuga alvarlega að fara frá Bayern.

„Við munum aftur ræða við hann um framtíðina. Við töluðum við hann í sumar og tók hann þá ákvörðun um að vera áfram. Við erum ánægðir með að hafa hann hér. Hann er mjög mikilvægur hluti af liðinu,“ sagði Eberl.

Síðustu daga hefur verið skrifað um framtíð Goretzka en ýmsir miðlar halda því fram að Bayern hafi sett hann á sölulista. Manchester United er sagt eitt af þeim félögum sem eru að skoða að fá hann í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner