Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Man City tapaði á heimavelli í fyrsta sinn í tvö ár
Mynd: Getty Images
Manchester City fékk óvænta útreið á heimavelli sínum er Tottenham kom í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Síðustu vikur hafa verið skelfilegar fyrir Man City sem var að tapa fimmta leik sínum í röð í öllum keppnum.

Þetta er í fyrsta sinn í tæp 70 ár sem ríkjandi meistarar tapa fimm leikjum í röð en síðast gerðist það hjá Chelsea árið 1956.

Þá er þetta í fyrsta sinn sem Pep Guardiola tapar fimm leikjum í röð á þjálfaraferlinum og þá var þetta einnig í fyrsta sinn sem Man City tapar með fjórum mörkum eða meira á heimavelli síðan hann tók við.

Manchester City hafði ekki tapað á Etihad síðan í nóvember 2022 en miðað er við 90 mínútna leik. Alls fór liðið í gegnum 52 leiki án þess að tapa á Etihad.

Liðið er nú fimm stigum á eftir toppliði Liverpool sem getur aukið forystuna í átta stig með sigri á Southampton.


Athugasemdir
banner
banner
banner