FH-ingar hafa fengið öfluga viðbót við leikmannahópinn en þeir Birkir Valur Jónsson og Bragi Karl Bjarkason eru gengnir til liðs við félagið.
Bragi Karl er 23 ára gamall og kemur frá ÍR, en hann hefur verið besti leikmaður Breiðhyltinga síðustu tvö tímabil.
Hann var markahæsti maður 2. deildar er ÍR fór upp á síðasta ári og skoraði þá 10 mörk í Lengjudeildinni í sumar er liðið komst í úrslitakeppni um sæti í Bestu deildina.
FH-ingar greina frá því að Bragi er kominn til félagsins frá ÍR, en hann skrifaði undir samning til 2027. Hann gengur formlega í raðir félagsins um áramótin.
Birkir Valur er 26 ára gamall hægri bakvörður sem kemur frá HK en hann gerði samning til 2026.
Greint var frá því í ágúst að hann væri búinn að ná samkomulagi um að ganga í raðir FH.
Hann hefur spilað fyrir HK allan ferilinn og á 193 leiki og 8 mörk að baki í deild- og bikar með liðinu.
Þar að auki á hann 27 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Birkir Valur út 2026 ????
— FHingar (@fhingar) November 24, 2024
Bragi Karl út 2027 ????#ViðErumFH pic.twitter.com/S5O6ytyPMC
Athugasemdir