Kevin De Bruyne leikmaður Manchester City ræddi við fjölmiðlamenn í dag en hann hefur aðeins spilað sex úrvalsdeildarleiki á tímabilinu vegna vöðvameiðsla í læri. Hann hefur komið af bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum.
„Mér er farið að líða betur núna, þetta hefur verið erfiður tími en ég er betri núna og ánægður með það. Þetta hafa verið mest pirrandi meiðsli sem ég hef lent í . Þegar ég var frá í fimm til sex mánuði vissi ég að það væri málið. Núna vissi ég ekki hvað það tæki langan tíma að verða betri," segir De Bruyne.
„Mér er farið að líða betur núna, þetta hefur verið erfiður tími en ég er betri núna og ánægður með það. Þetta hafa verið mest pirrandi meiðsli sem ég hef lent í . Þegar ég var frá í fimm til sex mánuði vissi ég að það væri málið. Núna vissi ég ekki hvað það tæki langan tíma að verða betri," segir De Bruyne.
Þegar hann var spurður út í framtíð sína sagðist hann hreinlega ekki vita hver hún væri. Samningur hans við City rennur út næsta sumar.
„Ég hreinlega veit ekkert um framtíð mína hjá Manchester City. Ef það verða engar viðræður þá er þetta mitt síðasta tímabil. Ég vil bara koma mér aftur í stand og spila góðan fótbolta. Svo sjáum við hvað gerist. Í byrjun tímabils vissi ég að það væri á dagskrá að ræða málin en svo meiddist ég. Ég er ekki með neinar áhyggjur, ég er ánægður og svo sjáum við bara hvað framtíðin ber í skauti sér."
Manchester City hefur tapað fimm leikjum í röð og segir De Bruyne að liðið sé hreinlega að fá alltof mörg mörk á sig.
„Það er skrítið að segja það en leikurinn gegn Tottenham var ekki alslæmur, samt töpum við 4-0, Við erum að gefa andstæðingnum of mörg færi og í nánast öllum tilfellum endar það með marki," segir De Bruyne en City leikur gegn Feyenoord í Meistaradeildinni á morgun.
Athugasemdir