Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Casado skúrkurinn er Barcelona glutraði niður tveggja marka forystu
Iago Aspas sturlaðist undir lok fyrri hálfleiks
Iago Aspas sturlaðist undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Getty Images
Celta Vigo skoraði tvö mörk eftir að Casado var rekinn af velli
Celta Vigo skoraði tvö mörk eftir að Casado var rekinn af velli
Mynd: Getty Images
Celta 2 - 2 Barcelona
0-1 Raphinha ('15 )
0-2 Robert Lewandowski ('61 )
1-2 Alfon Gonzalez ('84 )
2-2 Hugo Alvarez Antunez ('86 )
Rautt spjald: Marc Casado Torras, Barcelona ('82)

Spænska stórliðið Barcelona glutraði niður tveggja marka forystu í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í La Liga í kvöld.

Barcelona hefur verið langbesta lið deildarinnar á þessu tímabili og tók það ekki langan tíma fyrir liðið að taka forystuna. Það gerði hinn sjóðheiti Raphinha á 15. mínútu.

Jules Kounde kom löngum bolta aftan fyrir vörn Celta Vigo. Varnarmaður heimamanna rann aðeins til og slapp Raphinha inn í teiginn, sem lék á varnarmann áður en hann skoraði.

Á lokamínútum fyrri hálfleiks vildu heimamenn fá annað gula og rautt á Gerard Martin, leikmann Barcelona, fyrir tæklingu á Iago Aspas.

Dómarinn lét það ekki eftir þeim og hélt leikurinn áfram en Aspas neitaði fyrst um sinn að halda leik áfram í mótmælaskyni. Fékk hann gula spjaldið fyrir þetta uppátæki.

Hansi Flick, þjálfari Börsunga, tók skynsamlega ákvörðun í hálfleik að taka Martin af velli.

Hálftíma fyrir leikslok tvöfaldaði Robert Lewandowski forystu Barcelona eftir að hafa unnið boltann í vítateig Celta Vigo og kláraði hann færið örugglega.

Leikurinn rann úr greipum Barcelona á 82. mínútu. Marc Casado fékk sitt annað gula spjald fyrir að toga andstæðing niður við miðsvæðið og nýtti Celta Vigo liðsmuninn.

Alfon Gonzalez og Hugo Alvarez skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum og sáu um að bjarga stigi fyrir Celta.

Lokatölur 2-2. Barcelona er áfram á toppnum með 34 stig, fimm stigum meira en Real Madrid á meðan Celta er í 11. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 18 12 5 1 33 12 +21 41
2 Real Madrid 18 12 4 2 41 18 +23 40
3 Barcelona 19 12 2 5 51 22 +29 38
4 Athletic 19 10 6 3 29 17 +12 36
5 Villarreal 18 8 6 4 34 30 +4 30
6 Mallorca 19 9 3 7 19 21 -2 30
7 Betis 18 6 7 5 21 22 -1 25
8 Osasuna 18 6 7 5 23 27 -4 25
9 Real Sociedad 18 7 4 7 16 13 +3 25
10 Girona 18 7 4 7 26 25 +1 25
11 Celta 18 7 3 8 27 28 -1 24
12 Vallecano 18 5 7 6 20 21 -1 22
13 Las Palmas 18 6 4 8 23 27 -4 22
14 Sevilla 18 6 4 8 20 27 -7 22
15 Leganes 18 4 6 8 17 28 -11 18
16 Alaves 18 4 5 9 21 30 -9 17
17 Getafe 18 3 7 8 11 15 -4 16
18 Espanyol 18 4 3 11 16 30 -14 15
19 Valencia 17 2 6 9 16 26 -10 12
20 Valladolid 18 3 3 12 12 37 -25 12
Athugasemdir
banner
banner
banner