Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Versti kafli Man City í 18 ár
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City eru í lægð og rúmlega það en liðið fékk útreið gegn Tottenham Hotspur á Etihad-leikvanginum og um leið hakaði við fimmta tapið í röð á tímabilinu.

Leiknum lauk með 4-0 sigri Tottenham sem var stærsta tap Man City á heimavelli undir stjórn Pep Guardiola.

Um leið leik 52 leikja taplausri hrinu liðsins á Etihad en liðið hafði ekki tapað 90 mínútna leik á vellinum í tvö ár.

Þá hefur komið fram að þessi taphrina Man City sé sú stærsta á þjálfaraferli Guardiola en þetta er líka stærsta taphrina félagsins í átján ár.

Man City tapaði sex leikjum í röð frá mars og fram í apríl árið 2006 og þá gerðist það einnig tímabilið 2000-2001 en þá féll einmitt liðið niður í ensku B-deildina.

Lærisveinar Guardiola fá tækifæri til þess að komast yfir þessa brekku í miðri viku er liðið mætir Feyenoord í Meistaradeildinni, en sá leikur fer fram á Etihad.
Athugasemdir
banner