Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 25. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Amad flottur í nýrri stöðu - „Ljósasti punkturinn“
Amad Diallo stóð sig vel í nýrri stöðu.
Amad Diallo stóð sig vel í nýrri stöðu.
Mynd: Getty Images
Taha Hashim, íþróttafréttamaður Guardian, hrósar Amad Diallo fyrir frammistöðuna í fyrsta leik Manchester United undir stjórn Rúben Amorim. Amad lék í stöðu sem er ekki vanur en stóð sig vel og lagði upp mark United í 1-1 jafntefli.

„Ef þú ert rótgróinn bakvörður hlýtur að vera frelsandi að fá að spila vængbakvörð, fá leyfi til að fara í ævintýri á hinum vallarhelmingnum. Amad Diallo stóð frammi fyrir minna eftirsóknarverða hlutverki sem sóknarmaður sem neyddist til að verða varnarmaður þegar hann var settur út hægra megin í 3-4-2-1 kerfi Rúben Amorim," segir Hashim.

„Amad hélt árásarhneigð sinni sóknarlega, var beinskeyttur og fór framhjá hindrunum áður en hann átti stoðsendinguna á Marcus Rashford. Hann var ábyrgur í vörninni og einn ljósasti punkturinn í annars flatri frammistöðu liðsins."

„Amad er líklega bara tímabundin lausn í þessa stöðu en aðlögunarhæfni hans kemur sér vel fyrir Amorim sem leitar að sínu besta byrjunarliði."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 18 10 6 2 37 19 +18 36
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 18 9 5 4 23 19 +4 32
5 Newcastle 18 8 5 5 28 21 +7 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Aston Villa 18 8 4 6 26 27 -1 28
9 Fulham 18 6 8 4 24 22 +2 26
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 3 8 39 25 +14 24
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 18 5 6 7 22 30 -8 21
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 4 13 11 36 -25 7
Athugasemdir
banner
banner