Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   mán 25. nóvember 2024 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Mætti sínu gamla félagi - „Dagurinn snerist um Ipswich“
Mynd: Getty Images
Kieran McKenna, stjóri Ipswich Town, mætti sínu gamla félagi, Manchester United, í fyrsta sinn síðan hann yfirgaf það fyrir þremur árum.

McKenna var í þjálfarateyminu hjá Jose Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick áður en hann tók við Ipswich Town.

Hann stýrði Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum og fékk tækifærið til að mæta sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ipswich tókst að taka stig af United þökk sé marki Omari Hutchinson en McKenna var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna.

„Við hefðum getað unnið leikinn. Við vorum með algera stjórn í lok fyrri hálfleiks og áttum að minnsta kosti skilið að jafna leikinn. Mikil barátta einkenndi síðari hálfleikinn og fengum við nokkur stór færi, en við þurfum að sýna aga í varnarleiknum. Á öðrum degi hefðum við tekið sigur en þeir hefðu líka getað keyrt yfir okkur eftir að við fengum mark á okkur snemma leiks, þannig ég verð að hrósa leikmönnunum.“

McKenna vildi ekki að leikurinn myndi snúast um hann og sögu hans hjá United.

„Allir þekkja sögu mína með þessu félagi, en dagurinn snerist um Ipswich, leikmennina og stuðningsmennina, sem fengu Man Utd í heimsókn á leikvanginn í fyrsta sinn í 22 ár. Mér fannst þeir bera sig vel gegn þeim,“ sagði McKenna.
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Athugasemdir
banner
banner
banner