Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, er undir smásjá sænska liðsins Djurgarden.
Liðin mætast í 5. umferð Sambandsdeildarinnar þann 12 desember og hefur Djurgarden verið að skoða Víkinga og heillast af Ara.
Talið er að félagið muni reyna kaupa hann frá Víkingi í vetur.
„Auðvitað reiknum við með því að einhverjir af þeim verði seldir. Þetta eru strákar á besta aldri. Það eru allar líkur á því að einhverjir af þeim verði pikkaðir upp. Þeir eru allir búnir að standa sig frábærlega. Mér myndi finnast það skrítið ef það kæmu engin tilboð í þá," sagði Kári í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði þegar hann var m.a. spurður út í framtíð Ara.
Ari skoraði átta mörk og lagði upp tíu í Bestu deildinni í sumar. Hann er búinn að skora eitt mark í þremur leikjum í deildakeppni Sambandsdeildarinnar.
????Djurgården har scoutat den kommande ECL-motståndaren Vikingur och fastnat för den 21-årige yttern Ari Sigurpálsson. Man kommer enligt våra uppgifter göra ett värvningsförsök i vinter. Islänningen har den här säsongen stått för 10 mål och 10 assist i alla turneringar. pic.twitter.com/lwJz3I31sh
— Djurgården - Silly (@diffensilly) November 23, 2024