Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 14:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andstæðingur Víkings ætlar að reyna kaupa Ara Sigurpáls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, er undir smásjá sænska liðsins Djurgarden.


Liðin mætast í 5. umferð Sambandsdeildarinnar þann 12 desember og hefur Djurgarden verið að skoða Víkinga og heillast af Ara.

Talið er að félagið muni reyna kaupa hann frá Víkingi í vetur.

„Auðvitað reiknum við með því að einhverjir af þeim verði seldir. Þetta eru strákar á besta aldri. Það eru allar líkur á því að einhverjir af þeim verði pikkaðir upp. Þeir eru allir búnir að standa sig frábærlega. Mér myndi finnast það skrítið ef það kæmu engin tilboð í þá," sagði Kári í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði þegar hann var m.a. spurður út í framtíð Ara.

Ari skoraði átta mörk og lagði upp tíu í Bestu deildinni í sumar. Hann er búinn að skora eitt mark í þremur leikjum í deildakeppni Sambandsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner