Það er ótrúlegur leikur í gangi á St. Mary's þar sem heimamenn í Southampton eru að gera 1-1 jafntefli gegn Liverpool í hálfleik.
Leikurinn hefur verið mjög opinn en mistök hjá leikmönnum beggja liða hafa litað leikinn mikið.
Þá eru ekki allir á því að Southampton átti að fá vítaspyrnu þegar Andy Robertson braut á Tyler Dibling en tekist er á um það hvort brotið hafi verið fyrir innan eða utan teigs.
Sam Barrott, dómari leiksins, dæmdi víti og Michael Oliver í VAR herberglinu staðfesti dóminn þar sem það voru ekki nægilega miklar sannanir fyrir því að dómurinn væri rangur.
Adam Armstrong steig á punktinn en Caomhin Kelleher varði frá honum en Armstrong fékk boltann aftur og skoraði og jafnaði metin eftir að Dominik Szoboszlai hafði komið Liverpool yfir.