Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 24. nóvember 2024 14:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu atvikið: Southampton fékk umdeilda vítaspyrnu
Robertson var dæmdur brotlegur
Robertson var dæmdur brotlegur
Mynd: EPA

Það er ótrúlegur leikur í gangi á St. Mary's þar sem heimamenn í Southampton eru að gera 1-1 jafntefli gegn Liverpool í hálfleik.


Leikurinn hefur verið mjög opinn en mistök hjá leikmönnum beggja liða hafa litað leikinn mikið.

Þá eru ekki allir á því að Southampton átti að fá vítaspyrnu þegar Andy Robertson braut á Tyler Dibling en tekist er á um það hvort brotið hafi verið fyrir innan eða utan teigs.

Sam Barrott, dómari leiksins, dæmdi víti og Michael Oliver í VAR herberglinu staðfesti dóminn þar sem það voru ekki nægilega miklar sannanir fyrir því að dómurinn væri rangur.

Adam Armstrong steig á punktinn en Caomhin Kelleher varði frá honum en Armstrong fékk boltann aftur og skoraði og jafnaði metin eftir að Dominik Szoboszlai hafði komið Liverpool yfir.

Sjáðu atvikið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner