Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að Albert verði klár í næsta leik - Hausverkur fyrir þjálfarann
Mynd: EPA
Ítalska félagið Fiorentina er að halda í vonina um að Albert Guðmundsson verði leikfær fyrir leik liðsins gegn Paphos í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag. Þetta segir Matteo Dovellini hjá La Repubblica.

Albert hefur verið að glíma við meiðsli í nára síðustu vikur en hann náði aðeins að spila fimm leiki áður en hann meiddist.

Í þessum fimm leikjum skoraði hann þrjú mörk og sýndi að hann á eftir að reynast Fiorentina-liðinu afar mikilvægur þegar fram líða stundir.

Hann verður ekki með Fiorentina gegn Como í Seríu A í dag en félagið heldur í vonina um að hann komi inn af bekknum gegn Pafos í Sambandsdeildinni á fimmtudag og spili þá stærri hluta gegn Inter næstu helgi.

Hausverkur fyrir Palladino

Raffaele Palladino, þjálfari Fiorentina, þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar Albert snýr aftur.

Fiorentina er á flugi í deildinni og hefur unnið síðustu sex, en Argentínumaðurinn Lucas Beltran hefur leyst Albert af hólmi sem 'tía' og gert það frábærlega.

Beltran hefur skorað tvö og lagt upp þrjú í síðustu fimm leikjum, en Argentínumaðurinn segist sjálfur vel geta séð fyrir sér að spila með Albert í stað þess að berjast um stöðuna.

„Ég sé mig og Albert ná mjög vel saman. Við höfum mjög svipaða en á sama tíma mjög ólíka eiginleika. Það eru margir hér sem vilja og geta spilað. Ég endurtek samt að þetta snýst ekki um hlutverk eða stöðu, því fyrir mér er nóg að geta hjálpað liðinu. Þetta er undir þjálfaranum komið,“ sagði Beltran við Corriere dello Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner