Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 23. nóvember 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Blikarnir í tapliðum
Davíð Kristján var í byrjunarliði Cracovia
Davíð Kristján var í byrjunarliði Cracovia
Mynd: Cracovia
Blikarnir Brynjólfur Andersen Willumsson og Davíð Kristján Ólafsson voru báðir í tapliðum í Evrópuboltanum í dag.

Davíð Kristján var í vængbakverðinum hjá pólska liðinu Cracovia sem tapaði fyrir Legia Varsjá, 3-2, í úrvalsdeildinni þar í landi.

Slæm frammistaða í fyrri hálfleiknum eyðilagði fyrir Cracovia sem fór inn í hálfleikinn 3-1 undir.

Færin voru á báða bóga í síðari hálfleik. Tvisvar komust Legia-menn einir á móti marki en þeim brást bogalistin.

Cracovia minnkaði muninn í 3-2 þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma eftir skelfileg varnarmistök og gat liðið jafnað í uppbótartímanum eftir hornspyrnu en skalli Bartosz Biedrzycki fór rétt framhjá.

Davíð Kristján fór af velli í byrjun uppbótartímans. Lokatölur 3-2 og er Cracovia í 4. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi fyrir ofan Legia.

Brynjólfur spilaði síðustu mínúturnar í 5-0 tapi Groningen gegn sterku liði PSV í hollensku úrvalsdeildinni.

PSV var komið í fimm marka forystu er Brynjólfur fékk loks að koma við sögu. Bandaríski leikmaðurinn Ricardo Pepi skoraði þrennu fyrir PSV og er nú markahæstur í deildini ásamt Twente-manninum Sem Steijn með 9 mörk.

Groningen er í 15. sæti með 12 stig en PSV á toppnum með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner