Benoný Breki Andrésson er sterklega orðaður við enska félagið Stockport County þessa dagana. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, staðfestir að viðræður séu í gangi milli KR og enska félagsins.
Óskar segir að KR hafi á þessum tímapunkti ekki samþykkt tilboð í Benoný og að Stockport sé eina félagið sem Vesturbæingar séu að ræða við varðandi Benoný.
Óskar segir að KR hafi á þessum tímapunkti ekki samþykkt tilboð í Benoný og að Stockport sé eina félagið sem Vesturbæingar séu að ræða við varðandi Benoný.
Benoný skoraði 21 mark í Bestu deildinni í sumar og hefur verið orðaður við atvinnumennsku erlendis síðustu vikur. Hann hafði verið orðaður við félög í þýsku, hollensku og spænsku úrvalsdeildinni.
Hann er 19 ára framherji sem KR fékk frá Bologna fyrir tímabilið 2023. Hann skoraði 21 mark í 26 deildarleikjum og fjögur mörk í tveimur bikarleikjum í sumar og 2023 níu mörk í 25 deildarleikjum og eitt mark í þremur bikarleikjum.
Hann á að baki sex leiki með U21 landsliðinu og skoraði sitt fyrsta mark með liðinu í vinátuleik gegn Póllandi á dögunum.
Stockport vann D-deildina, fjórðu efstu deild á Englandi, á síðasta tímabili og situr í 3. sæti C-deildarinnar í dag, stigi á eftir Wrexham og fimm stigum á eftir Wycombe sem er á toppi deildarinnar. Louie Barry (2003), fyrrum leikmaður Barcelona og Aston Villa, er besti leikmaður Stockport.
Athugasemdir