Þróttarar tilkynntu í dag að Liam Daði Jeffs væri búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Hann er nú samningsbundinn félaginu út árið 2026.
Liam er fæddur 2006 og er því enn gjaldgengur í 2. flokk. Hann raðaði inn mörkum með 2. flokki í sumar og skoraði þá fjögur mörk í ellefu leikjum í Lengjudeildinni með meistaraflokksliðinu.
Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2023. Liam Daði er uppalinn hjá ÍBV en skipti yfir í Þrótt fyrir tímabilið 2022 þegar faðir hans tók við Þrótti. Hann er sonur Ian Jeffs sem var þjálfari Þróttar tímabilin 2022 og 2023 og er í dag þjálfari Hauka.
Liam er fæddur 2006 og er því enn gjaldgengur í 2. flokk. Hann raðaði inn mörkum með 2. flokki í sumar og skoraði þá fjögur mörk í ellefu leikjum í Lengjudeildinni með meistaraflokksliðinu.
Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2023. Liam Daði er uppalinn hjá ÍBV en skipti yfir í Þrótt fyrir tímabilið 2022 þegar faðir hans tók við Þrótti. Hann er sonur Ian Jeffs sem var þjálfari Þróttar tímabilin 2022 og 2023 og er í dag þjálfari Hauka.
„Liam er fljótur og kröftugur framherji sem leikið getur ýmsar stöður og hefur verið mjög drjúgur fyrir 2fl. lið Þróttar á undangengum árum," segir í tilkynningu Þróttar.
„Samningurinn við Liam undirstrikar enn og aftur þá skýru stefnu Þróttar að byggja upp öflugt meistaraflokkslið á leikmönnum sem koma í gegnum yngri flokka félagsins. Liam er frábær framherji og við trúum því að hann eigi eftir að verða Þrótti mikilvægur næstu árin," er haft eftir Kristjáni Kristjánssyni formanni knattspyrnudeildar Þróttar í tilefni af nýjum samningi Liams.
„Ég er mjög ánægður með þennan samning og spenntur fyrir næsta tímabili. Lifi Þróttur!“ er haft eftir Liam sjálfum.
Þróttur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinar í sumar.
Athugasemdir