Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 24. nóvember 2024 12:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane hrifinn af vetrarfríinu - „Synd að það sé ekki í úrvalsdeildinni"
Mynd: EPA

Harry Kane er á sínu öðru tímabili með Bayern en hann hefur farið á kostum. Hann skoraði þrennu í sigri á Augsburg um helgina og hefur skorað 50 mörk í þýsku deildinni.

Hann bætti þar með met Erling Haaland. Það tók Kane 43 leiki að skora 50 mörk en Haaland skoraði 50 mörk í 50 leikjum í þýsku deildinni frá 2020-2022.


Bayern spilar sinn síðasta leik á árinu þann 20. desember en svo tekur við vetrarfrí. Kane er mjög hrifinn af því fyrirkomulagi.

„Mín fyrstu kynni af löngu vetrarfríi var í fyrra. Það hjálpaði mér að endurheimta á erfiðum tíma. Það er synd að þetta frí sé ekki í úrvalsdeildinni. Það er mjög mikilvægt að komast í burtu og hlaða batteríin, jafnvel þótt það sé bara um vika," sagði Kane.


Athugasemdir
banner